Fundur 66

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
66. fundur
16. janúar  2008  kl. 13:00
Glerárgötu 26, íþróttakálfinum

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Magrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Friðrik Einarsson
Fríða Pétursdóttir
Óskar Ármannsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Stjórnarskipti í Vetraríþróttamiðstöð Íslands
Stjórnarskipti urðu á fundinum:
Formaður þakkaði þeim Benedikt Geirssyni og Nóa Björnssyni fyrir vel unnin störf og framkvæmdastjóri færði þeim áletraðann platta. Benedikt Geirsson var forfallaður vegna veikinda en formaður las kveðjubréf frá Benedikt.  Nói þakkaði einnig fyrir sig og að því búnu vék Nói af fundinum kl. 13:25.
Ný stjórn er skipuð af Menntamálaráðherra á eftirfarandi hátt.
Þórarinn B. Jónsson  , tilnefndur frá Akureyrarbæ,  formaður,    Agnes Arnardóttir, varamaður
Margrét Baldvinsdóttir , tilnefndur af Menntamálaráðuneytinu, varaformaður,     Óskar Ármannsson, varamaður
Gerður Jónsdóttir, , tilnefndur af Akureyrarbæ,   Björn Snæbjörnsson varamaður
Friðrik Einarsson, , tilnefndur af Íþróttasambandi Íslands,   Helga Steinunn Guðmundsdótir, varamaður
Þröstur Guðjónsson, tilnefndur af Íþróttabandalagi Akureyrar, Fríða Pétursdóttir, varamaður

Kynning á aðstöðu ÍSÍ, SKÍ og ÍBA
Þórunn Sif Harðardóttir bauð stjórnina velkomna og kynnti aðstöðuna, en ÍSÍ, SKÍ og ÍBA hafa öll aðstöðu í þessum húsakynnum, Glerárgötu 26

Heimsókn deildarstjóra og formanns  Íþróttadeildar Akureyrarbæjar.
Kristinn Svanbergsson, íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar mætti á fundinn og kynnti hugmyndir Akureyrarbæjar varðandi áframhaldandi uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á Akureyri.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl. 15

***
   Fundargerð í Pdf