Fundur 67

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
67. fundur
1. apríl  2008  kl. 16:30
Glerárgötu 26, Íþróttakálfinum

Nefndarmenn:
Margrét Baldvinsdóttir, varaformaður
Gerður Jónsdóttir
Agnes Arnardóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson       

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson

Fundarerfni:

Fjárhagsáætlun 2008
Farið var yfir drög af  fjárhagsáætlun fyrir 2008  og var hún samþykkt.

Skíðanámskeið fatlaðra 2008
Þröstur Guðjónsson og Guðmundur Karl sögðu frá skíðanámskeiði  sem VMÍ hélt í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra, Hlíðarfjall og National Sportcenter for the Disabled,frá Winter Park í Bandaríkjunum 7-9 mars 2008.  Beth Fox, framkvæmdastjóri NSCD kom og stjórnaði námskeiðinu sem heppnaðist mjög vel.

Ráðstefna um skautahallir á vegum Finnska íshokkísambandsins
Guðmundur Karl og Þröstur sögðu frá ferð sinni  til Helsinki á ráðstefnu sem Finnska íshokkísambandið hélt um rekstur og uppbyggingu á skautahöllum.

Önnur mál


***
   Fundargerð í Pdf