Fundur 68

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
68. fundur
19. maí  2008  kl. 17:00
Hlíðarfjalli

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson

Fundarerfni:

Ernindi frá ÍRA (2008020060)  frá 14.febrúar 2008 varðandi áframhaldandi uppbyggingu á vegum VMÍ. 
Stjórn VMÍ samþykkir að veita 50 milljónum til eftirtalinna verkefna.
Snjóframleiðslulögn að göngusvæði, kaup á viðbótar snjóvélum, snjógirðingum,lýsingu, jarðvinnu og öryggismálum.

Framtíðarhugmyndrir í Hlíðarfjalli
Rætt var um áframhaldandi uppbyggingu á mannvirkjum á vegum Vetrarírþóttamiðstöðvarinnar á Akureyri ljósi viðræðna um endurnýjun á samningi um uppbyggingu á milli Menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar.
Stjórn VMÍ samþykkir að veita fjarmagni til þess að móta framtíðastefnu fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Framkvæmdastjora falið að ræða við Íþróttafulltrúa varðandi nánari útfærslu.

SAM Grenoble 2008
Framkvæmdastjóri sagði frá ferð sinni til Grenoble sem hann fór ásamt Íþróttafulltrúa á skíðasvæðasýningu þar sem helstu nýjungar voru til sýnis.  Auknar áherslur eru á upplýsingaflæði til gesta á svæðunum.

NASAA
Framkvæmdastjóri sagði frá samtökum sem Samtök skíðsvæða á Íslandi hafa stofnað ásamt skíðsavæðasamtökunum í Skotlandi. Ráðgert er að halda fundi annað hvert á og þá til skiptis í Skotlandi og Íslandi. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Akureyri 17. og 18. ágúst næstkomandi.


***
   Fundargerð í Pdf