Fundur 69

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
69. fundur
29. september 2008  kl. 16:30
Skrifstofu ÍSI, ÍBA og SKI Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson       

Starfsmaður:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarerfni:

Ársskýrsla 2007
Farið var yfir ársskýrslu fyrir árið 2007 og hún samþykkt

Fjárhagsáætlun 2009
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009  var samþykkt

Nýr samningur VMÍ
Ólafur Jónsson formaður Íþróttaráðs Akureyrarbæjar og  Kristinn Svanbergsson komu á fundinn kl.17:30. Þeir fóru yfir viðræður sem Akureyrarbær og Menntamálaráðuneytið eiga varðandi endurnýjun á samningi vegna VMÍ.
Undir sama lið fóru fram umræður varðandi áframhaldandi uppbyggingu vetraríþrótta á Akureyri.

Erindi frá Skíðafélagi Akureyrar
Borist hafði erindi frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi búnað í Hlíðarfjalli. Stjórn VMÍ getur ekki orðið við óskum sérstakra félagasamtaka nema að íþróttaráð Akureyrar sendi ósk þar um.

NASAA - North Atlantic Ski Areas Association.
Guðmundur Karl Jónsson sagði frá skíðasvæðaráðstenu sem haldin var á Akureyri 17. og 18. ágúst þar sem Vetraríþróttamiðstöðin kom að í samvinnu við samtök skíðasvæða á Íslandi og Skotlandi. Alls sóttu 45 manns ráðstefnuna með gestum frá átta þjóðlöndum.  Markmiðið er að halda slíka ráðstefnu á til skiptis í þessu tveimur löndum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 19:05

***
     Fundargerð í Pdf