Fundur 73

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
73. fundur
28. september 2009 kl. 16:00
Rósenborg, möguleikamiðstöð

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmaður:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarerfni:

Ársreikningar 2008
Ársreikningur VMÍ 2008 lagðir fram til samþykktar og undirritunar.

Vetraríþróttahátíð 2010
Stjórn VMÍ barst bréf frá Íþróttabandalagi Akureyrar varðandi möguleika á að taka þátt í Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010. Stjórn VMÍ lýsir ánægju sinni með framtak ÍBA um að halda áfram hefðinni með Vetaríþróttahátíð ÍSÍ enda hefur hún verið haldin á Akureyri á síðan 1970. Stjórn VMÍ lýsir yfir áhuga á að leggja sitt af mörkum til þess að hátíðin megi verða að veruleika og tilnefnir framkvæmdastjóra í vinnuhóp til undirbúnings Vetraríþróttahátíð 2010.

Vetraríþróttanámskeið fatlaðra
Stjórn VMÍ leggur til að Vetraríþróttanámskeið fatlaðra verði haldið í febrúar 2010. Námskeiðin undanfarin ár hafa tekist sérstaklega vel og mikilvægt að halda þeirri uppbyggingu áfram. Framkvæmdastjóra falið að vinna að námskeiðinu á samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra.

Skýrsla SE Group,  Framtíðarsýn í Hlíðarfjalli
Guðmundur Karl lagði fram lokaútgáfu skýrslunnar „Masterplan for Hlíðarfjall, from city park to Mountain Destination“. Stjórn VMÍ lýsir yfir ánægju með skýrsluna. Formleg kynning fór fram eftir stjórnarfundinn þar sem hún var kynnt fyrir fulltrúum Akureyrarbæjar.

Fundi slitið kl. 17 og stjórnarmenn sátu kynninguna til kl. 19:00

   Fundargerð í pdf