Fundur 74

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
74. fundur
8. janúar 2010  kl. 16:45
Hótel KEA

Nefndarmenn:   
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson       

Starfsmaður:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarerfni:

Fjárhagsáætlun 2010
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 samþykkt.

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010
Lagt fram til kynningar. Stjórn VMÍ samþykkir að styrkja hátíðina um 500 þúsund.

Áframhaldandi samningur um uppbyggingu vetraríþrótta á Akureyri
Rætt var um áframhaldandi uppbyggingu vetraríþrótta á Akureyri.
Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands skorar á þingmenn Norðausturkjördæmis að beita sér fyrir endurnýjun samninga um áframhaldandi uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri. 

Skyndihjálparnámskeið skíðasvæða
Skyndihjálparnámskeið starfsmanna skíðasvæða verður haldið á Akureyri 12. janúar. Lagt fram til kynningar.
   
Vetrarsafn
Rætt var um ýmsan búnað sem tengist vetraríþrótttum. Stjórn VMÍ beinir því til stjórnar Akureyrarstofu að kanna möguleika á að stofna vetrarsafn á Akureyri þar sem merkar minjar og þekking gætu farið að glatast.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19.32


   Fundargerð í pdf