Fundur 78

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
78. fundur
14. mars 2011 kl. 17:00
Glerárgötu 26, íþróttakálfi
 
Nefndarmenn:
Margrét Baldvinsdóttir, varaformaður
Gerður Jónsdóttir
Friðrik Einarsson
Þröstur Guðjónsson
 
Starfsmaður:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
 
Fundarerfni
 
Deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall
Erindi barst frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar dagsett  8. febrúar 2011 þar sem farið er fram á umsögn  frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands varðandi deiliskipulag á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
 
Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvarinnar þakkar fyrir gott deiliskipulag og leggur fram fjórar ábendingar
 
•    Stjórn VMÍ bendir á að það sé nauðsynlegt að gamla gönguhúsið á Stórhæð fái að vera þar áfram af öryggisástæðum. Veður geta verið válind. Það er engin starfssemi í húsinu nema þegar gönguhópar ganga um svæðið.
 
•    Skíðaleið sunnan Stromplyftu
Það er möguleiki á skemmtilegri og fjölbreyttri skíðaleið næst Stromplyftu sem myndi sérstaklega nýtast sem æfinga og keppnisbrekka.
 
•    Skíðaleið norðan við Strýtu verði breikkuð, þar sem norðurbakki fer norðanmegin við Strýtuhúsið.
 
•    Snjóframleiðsla í Norðurbakka og einnig við nýja diskalyftu.  Stjórnin telur það framtíðarsýni að vera með fleiri en færri leiðir með snjóframleiðslu.
 
•    Stjórn VMÍ leggur áherslu á að göngustígur frá skíðasvæðinu og niður að Hlíðarenda verði það langt frá veginum að Skíðavæðinu að ekki geti skapast hætta á slysum. En það er einmitt mikil slysahætta
 
•    eins og aðstæður eru í dag þar sem skíðafólk rennir sér nálægt veginum og ökumenn fylgja skíðafólki á óeðlilega littlum hraða.
 
Erindi frá Íshokkýsambandi Íslands varðandi styrks vegna heimsmeistaramóts kvenna haldið
Stjórn VMÍ samþykkir að strykja mótið um 150 þúsund krónur.  Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.
 
Skíðanámskeið fatlaðra
Þröstur Guðjónsson gerði grein fyrir námskeiði fyrir fatlaða  sem var haldið í Hlíðarfjalli í samvinnu við Íþróttasamband fattlaðra og National Center for Disabled í Winter Park ío Colorado fylki í Bandaríkjunum.
Námskeiðið tókst vel í alla staði og sá hópur sem stundar skíði er sífellt að stækka.
 
Fleira ekki tekið fyir og fundi slitið kl. 19:00