Fundur 82
Vetraríþróttamiðstöð Íslands
82. fundur
11. október 2012 kl. 17:00
Glerárgötu 26, íþróttakálfi
Nefndarmenn:
Hlín Bolladóttir, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Árni Óðinsson
Friðrik Einarsson
Margrét Ólafsdóttir
Starfsmaður:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
Fundarefni
1. Ný stjórn tekur við
Hlína Bolladóttir er nýr formaður stjórnar VMÍ og bíður hún stjórnarmenn velkomna. Hún ásamt Árna Óðinssyni, fulltrúa Akureyrarbæjar eru nýir stjórnarmenn í stjórn VMÍ.
2. IPA Styrkur
Guðmundur Karl og Hlynur Ellertsson frá Búsetudeild Akureyrarbæjar kynntu IPA verkefni Evrópusambandsins sem gengur út á að skapa betri möguleika fyrir fatlaða að stunda vetrarútivist.
Stjórn VMÍ fagnar þessari hugmynd og samþykkir að vera aðal umsækjandi að IPA styrknum.
3. Stjórn VMÍ samþykkir ársreiking fyrir 2011
4. Fjárhagsáætlun fyrir 2012 og 2013 samþykkt.
5. Staða mála varðandi samning ríkis og Akureyrarbæjar
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum.
6. Námskeið fatlaðra í vetur
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir áætluðu námskeiði fyrir fatlaða í vetur
19:15 fundi lokið