Fundur 86

Vetraríþróttamiðstöð Íslands

86. fundur

30. janúar 2014 kl. 16:15

Glerárgötu 26, íþróttakálfi


Nefndarmenn:

Hlín Bolladóttir, formaður

Margrét Baldvinsdóttir

Árni Óðinsson

Friðrik Einarsson

Þröstur Guðjónsson


Starfsmaður:

Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari


Fundarerfni


1. Kjaramál framkvæmdastjóra

Starfsmannastjóri Akureyarbæjar, Halla Margrét Tryggvadóttir og framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindanefndar, Katrín Ríkarðsdóttir, mættu á fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdastjóri VMÍ vék af fundi undir þessum lið.


2. Framtíðarsýn VMÍ

Framtíðarsýn og hlutverk VMÍ rædd.


3. Laun vegna fundarsetu stjórnar VMÍ

Stjórn VMÍ samþykkir að senda ályktun til Bæjarráðs Akureyrarbæjar varðandi kjaramál stjórnarmanna VMÍ.


Ályktun:

Að gefnu tilefni vill stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands árétta að Akureyrarbær taki ekki einhliða ákvarðanir um málefni VMÍ og er vísað til einhliða ákvörðunar bæjarráðs um laun stjórnar VMÍ. Það er hlutverk stjórnar VMÍ að ráðstafa fjármunum sem til hennar er úthlutað.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00