Fundur 88

Vetraríþróttamiðstöð Íslands

88. fundur

10. apríl 2014 kl.17:15

Glerárgötu 26, íþróttakálfi


Nefndarmenn:

Hlín Bolladóttir, formaður

Margrét Baldvinsdóttir

Árni Óðinsson

Friðrik Einarsson

Þröstur Guðjónsson


Starfsmaður:

Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari


Fundarefni


1. Uppsögn framkvæmdastjóra

Stjórn VMÍ barst bréf frá framkvæmdastjóra þar sem hann sagði starfi sínu lausu. Framkvæmdastjóri vék af fundi undir þessum lið.

Stjórn VMÍ þakkar Guðmundi Karli fyrir gott starf sem framkvæmdastjóra á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Guðmundur mun ganga frá lausum endum til og með 15. maí 2014


2. Framtíðarsýn VMÍ

Framtíðarsýn og hlutverk VMÍ rædd í þaula í ljósi breytinga í starfsmannamálum.


 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:25