Fundur 9

Stjórn VMÍ: Fundur nr. 9
Ár 1997 föstudaginn 23. maí var fundur haldinn í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að Geislagötu 9, Akureyri og hófst kl. 9.00.

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Þórarinn E. Sveinsson, Tómas Ingi Olrich, Þröstur Guðjónsson og Benedikt Geirsson auk framkvæmdastj. stjórnar VMÍ Hermanns Sigtryggssonar. Steingrímur Birgisson boðaði forföll og sömuleiðis varamaður hans Logi Már Einarsson.

1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, lagði fram dagskrá og skírði hana.

2. Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun stjórnar VMÍ fyrir árið 1998. Ástæðan fyrir því að hún er lögð svo snemma fram er að hún þarf að berast fjárlaganefnd Alþingis í lok maí. Niðurstöðutölur áætlunarinniar eru kr. 3.897.000.-

Tillagan samþykkt.

Tómas Olrich greindi frá viðtölum hans við flt. menntamálaráðuneytisins, Örlyg Geirsson, um greiðslur ríkisins v. reksturs VMÍ á árunum 1996 og 1997

3. Tekin fyrir fundargerð skíðabrautarnefndar. Nefndin hefur aflað gagna, talað við forystumenn Verkmenntaskólans á Akureyri og hyggja á vinnufund í sumar.

Komið hefur til tals í nefndinni að etv. ætti að ræða um fræðslumál hefðbundinna vetraríþrótta í heild en ekki binda sig eingöngu við skíðin.

4. Rætt um ráðstefnuhald um vetraríþróttamál í oktober. Talað hefur verið við forráðamenn SKÍ og ÍSS sem eru málinu hlynntir.

Framkvæmdastjóra falið að kalla saman fund með forráðamönnum þessara sérsambanda og kanna þetta mál betur.

5. Rætt um málefni Hlíðarfjalls, þar á meðal að gera tilraun með notkun snjóbyssu næsta vetur og undirbúa það mál nú í sumar. Einnig var rætt um löggildingu göngubrauta í Hlíðarfjalli og bjóða fram aðstoð í því máli . Framkvæmdastjóra falið að ræða við forstöðumann Skíðastaða um þessi mál.

6. Tómas og Benedikt greindu frá stöðu mála varðandi samskipti VMÍ við Íþróttasamband fatlaðra.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundi slitið kl. 11.30