Styrkir

Viðmið við mat á umsóknum til Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur það meginhlutverk að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi.

 

1. Umsækjendur skulu vera aðilar að ÍSÍ. Veittir eru styrkir til verkefna sem efla vetraríþóttir, fræðslu og útivist sbr. 1. gr. reglugerðar um VMÍ.  Sérstaklega er hvatt til verkefna sem fela í sér samstarf sem hvetur einstaklinga og félagasamtök til aukinnar þátttöku og samstarfs í vetraríþróttum, jafnt fyrir almenning sem keppnisfólk.

2. Umsókn skal fylgja sundurliðuð fjárhagsáætlun og áætlun um fjármögnun. Gera skal grein fyrir eigin framlagi.

3. Við mat á verkefnum er litið til faglegs starfs, vandaðra áætlana og tengingu við markmið VMÍ .  Umsækjandi er ábyrgðaraðili gagnvart framkvæmd verkefnisins. Fjárstuðningur VMÍ við verkefnið er háður því að verkefnið og framvinda þess verði í samræmi við innsenda lýsingu þess og áætlanir.

4. Við lok verkefnis skal styrkþegi skila inn stuttri lokaskýrslu um framkvæmd verkefnisins og kostnaðaruppgjöri. Almennt skal miða við að greiðsla fari fram við lok verkefnis þegar greinargerð hefur verið samþykkt af VMÍ. Stjórn VMÍ er þó heimilt að hátta greiðslum með öðrum hætti í sérstökum tilvikum.  Ný styrkbeiðni er ekki tekin fyrir fyrr en greinargerð vegna fyrri verkefna hefur verið skilað. 

5.  Mælst er til þess að verkefni sem hljóta styrki frá VMÍ  geti þess við kynningu á verkefninu.   Merki VMÍ má nálgast á vefsíðunni  vmi.is.

6. Verkefni sem þegar hafa farið fram eru ekki styrkhæf.

 

Viðmið VMÍ eru endurskoðuð ár hvert.

Samþykkt á fundi stjórnar 15. nóvember 2018