Um VMÍ

Vetraríþróttamiðstöð Íslands var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs milli menntamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar þann 18. mars 1995 sbr. reglugerð útgefinni af menntamálaráðherra þann sama dag.

Vetraríþróttamiðstöðinni og hlutverki hennar er svo lýst í reglugerðinni:
„Vetraríþróttamiðstöð Íslands, VMÍ, er þjónustustofnun sem hefur að megin verkefni að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi"

Stjórn Vetraríþróttamiðstöð Íslands árin 2020-2024 skipa:

  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Ísaksen varaformaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Viðar Garðarsson
  • Birna Baldursdóttir

Varamenn:

  • Andri Teitsson
  • Óskar Þór Ármannsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Þórey Edda Elísdóttir
  • Ómar Kristinsson