Viðburðir og verkefni VMÍ
Ýmsar tímamótadagsetningar í sögu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Árið 2014
- 18.ágúst 2014 - Fimmti fundur NASAA, haldin á Siglufirði
- 14 febrúar - Skíðanámskeið fatlaðra, samvinnuverkefni ÍF, VMÍ og NSCD
- 13 febrúar - Fjórði Éljagangur
Árið 2013
- 15. febrúar - Skíðanámskeið fatlaðra, samvinnuverkefni ÍF, VMÍ og NSCD
- 3. febrúar - Þriðji Éljagangur
Árið 2012
- 15. febrúar - Skíðanámskeið fatlaðra, samvinnuverkefni ÍF, VMÍ og NSCD
- 9. febrúar - Annar Éljagangur
Árið 2011
- 8. ágúst - Þriðji fundur NASAA, Sauðárkróki
- 10.febrúar - Skíðanámskeið fatlaðra, samvinnuverkefni ÍF, VMÍ og NSCD
- febrúar 2011 - Fyrsti Éljagangur
- 15. janúar 2011 - Skálabrautarlyftan vígð, ný togbraut við hlið Hólabrautar
Árið 2010
- 9.september - Íslensk þýðing Master Plan skýrslunnar gefin út
- 20. ágúst - Framkvæmdir við nýja toglyftu í Hlíðarfjalli hafnar
- 6. febrúar - Vetraríþróttahátíð ÍSÍ
Árið 2009
- 9. september - Master Plan skýrsla kynnt, framtíðarsýn vegna Hlíðarfjalls
- 13. febrúar - Skíðanámskeið fatlaðra á vegum ÍF, VMÍ og NSCD
Árið 2008
- 17.ágúst - Fyrsta ráðstefna NASAA haldin á Akureyri. NASAA, North Atlantic Ski Areas Association eru samtök íslenskra og skoskra skíðasvæða sem hafa það að markmiði að auka þekkingu og tengslamyndun meðað starfsfólks á skíðasvæðum þessara tveggja landa.
- 12. febrúar - Vetraríþróttanámskeið VMÍ og Íþróttasambands Íslands haldið í samvinnu við NCDS í Winter Park frá Colorado.
- 16. janúar - Ný stjórn VMÍ tekur til starfa og skipuð til ársins 2012.
Árið 2007
- 10. janúar - Nýr snjótroðari, Pisten Bully PB300 tekinn í notkun í Hlíðarfjalli.
Árið 2005
- 19.desember - Snjóframleiðslukerfið í Hlíðarfjalli formlega tekið í notkun.
- 11. ágúst - Skóflustunga tekin að snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli.
- Maí - Kurling steinar afhentir í Skautahöllinni á Akureyri
- Apríl - Áform kynnt varðandi snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli.
- 15. janúar - Ný toglyfta tekin í notkun, Togbraut fyrir byrjendur. Með þessari lyftu og Töfrateppinu eru orðnar mjög góðar aðstæður í Hlíðarfjalli fyrir börn og byrjendur.
- 10. janúar - Ný barnalyfta tekin í notkun, Töfrateppið, færiband sem flytur fólk upp brekkuna.
Árið 2004
- Apríl - Jeannie Thoren, heimsþekktur skíðakennari, kemur til Akureyrar í annað sinn.
- Mars - Kurling ísheffill afhentur í Skautahöllinni á Akureyri.
Árið 2003
- 5. desember - Nýr snjótroðari afhentur í Hlíðarfjalli ásamt hálfpípubúnaði.
- 20. nóv. - Nýr íshefill afhentur í Skautahöllinni á Akureyri.
- Október - Snjóframleiðsla möguleikar og tækifæri, skýrsla um snjóframleiðslu kynnt.
- 18. mars - Samið um uppbyggingu VMÍ til ársins 2008.
Árið 2002
- Október - Framkvæmdir hefjast við ný bílastæði í Hlíðarfjalli.
- Ágúst - Hlíðarfjallsvegur endurnýjaður.
- 8. apríl - Jeannie Thoren, heimsþekktur skíðakennari, heldur námskeið á Akureyri.
- 9. febrúar - Nýja stólalyftan vígð með formlegum hætti og gefið nafnið Fjarkinn.
- 23. janúar - Nýja stólalyftan tekin í notkun.
Árið 2001
- 20. des. - Nýja stólalyftan afhent.
- 26. október - Búið að reisa öll möstur fyrir nýju stólalyftuna.
- 18. ágúst - Fyrsta skóflustunga að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli.
- 16. ágúst - Skíðavalsbraut við VMA kemst inn á skólasamning milli VMA og menntamálaráðuneytisins sem undirbúningsverkefni.
- Ágúst - Kynnt áform um nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli
- 7. maí - Lögð fram skýrsla skipulagsnefndar VMÍ -Horft til framtíðar
- 1. febrúar - Guðmundur Karl Jónsson tekur við sem framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Árið 2000
- 15. apríl - Stjórn VMÍ samþykkir að setja á stofn nefnd með fulltrúum frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Íþrótta og tómstundaráði Akureyrar og Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem hugi að stefnumörkun og skipulagsmálum til framtíðar.
- Mars - Callenge Aspen með kennslu og sýningu í Hlíðarfjalli fyrir vetraríþróttir fatlaðra.
- 26. mars - Skautahöllun formlega tekin í notkun
- 26. mars - Ný Strýta formlega vígð.
- Mars og apríl - Vetraríþróttahátíð ÍSÍ var haldin á Akureyri.. VMÍ tók verulegan þátt í undirbúningi og skipulagningu hátíðarinnar sem var sú langumfangsmesta frá upphafi.
Árið 1999
- Desember - Viðurkenning frá FIS alþjóðaskíðasambandinu um úttekt á göngubrautum í Hlíðarfjalli. Þetta eru 7.5 og 5.0 km. brautir sem eru nú eru löglegar fyrir alþjóðakeppni í göngu.
- 28. júní - Úttekt á brautum fyrir risasvig og brun í Hlíðarfjalli.
- 22. júní - Fyrsta skóflustungan að nýju skautahöllinni tekin.
- 15. júní - Bygging nýrrar Strýtu í Hlíðarfjalli hefst.
- 10. apríl - Stj. Skíðasambands hvetur til áframhaldandi undirbúnings v/ skíðavalbrautar við VMA. Tilkynnt um alútboð v/ yfirbyggingar yfir skautasvell SA á Akureyri. Þröstur Guðjónsson gaf skýrslu um námsdvöl í USA, þar sem hann sótti námskeið fyrir leiðbeinendur fatlaðra í vetraríþróttum í desember og janúar 98/99l.
Árið 1998
- 21. nóv. - Upplýst göngubraut tekin í notkun í Hlíðarfjalli.
- 19. nóv. - Skautahöllin í Reykjavík skoðuð
- 19. nóv. - Fundur stj. VMÍ í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík: Fulltr. IF mætti á fundinn. Rætt um samstarf þess við VMÍ. Styrkveiting til Iþróttasambands fatlaðra v. námsferðar manns til að sækja námskeið um vetraríþróttir fatlaðra í USA. Steingrímur Birgisson tilnefndur flt. stj. VMÍ í verkefnislið fyrir byggingu Skautahallar á Akureyri.
- 19. október - Fundur stj. VMÍ: Lögð fram hönnunarforsögn að skautahöll á Akureyri. Lögð fram skýrsla skíðavalsnefndar VMÍ um stofnun skíðavalbrautar við VMA á Akureyri. Kynntar spátölur um byggingu svifbrautar frá Skíðahótelinu upp á Hlíðarfjall. Bréf frá SRA þar sem kynntar eru hugmyndir ráðsins um byggingu nýrrar Strýtu 1999.
- 18. ágúst - Guðmundur Karl Jónsson, sérfr. í gerð skíðasvæða og sölumaður fyrir snjógerðartæki kom frá USA til Akureyrar skv. beiðni og kynnti útbúnað v. snjógerðar og veitti ráðleggingar. Í framhaldi var undirbúið átak til að koma upp snjógerðarvél í Hlíðarfjalli en það mistókst, aðallega v. veðurs. Nokkur kostnaður en nokkuð til af búnaði sem ekki var notaður í þetta sinn.
- 15. ágúst - Fulltrúi frá alþjóðaskíðasambandinu FIS tók út göngubrautir í Hlíðarfjalli.
- 3.-6. apríl - Sýning VMÍ á ýmsum hjálpartækjum fyrir fatlaða til að stunda vetraríþróttir. (Í tengslum við Skíðamót Íslands)
- 07. feb. - Samþykkt í stjórn VMÍ að leggja fram á næstu árum kr. 50 milljónir af væntanlegum fjárveitingum frá ríki og bæ, til yfirbyggingar skautasvells SA á Akureyri.
Árið 1997
- 15. nóv. - Fest kaup á sérhæfðum útbúnaði og hjálpartækjum til að auðvelda fötluðum að stunda vetraríþróttir.
- 14. nóv. - Fundur VMÍ á Fiðlaranum, en þar fór þá fram ráðstefna á vegum VMÍ um vetraríþróttir. Ráðstefnan stóð yfir dagana 13. - 15. nóv.
- 8. sept. - Tillaga samþykkt um fé til framkvæmda í Hlíðarfjalli á árunum 1998 - 2002 kr. 76 millj.
- 11. apríl - Bláfjallasvæðið og skautahöll í Reykjavík skoðuð.
- 11. apríl - Fundur í stjórn VMÍ í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þar var m.a. lögð fram drög að samningi milli SA og Akureyrarbæjar um skautahöll, lögð fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu vetraríþróttamannvirkja á Akureyri 1997 -2002.
- 23. febrúar - Samkomulag milli menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um fjárframlög v. reksturs og uppbyggingar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands undirritað á Hótel KEA.
- 21. febrúar - Fyrsti fundur skíðavalnefndar.
- 21. janúar - Sett á stofn nefnd um undirbúning að skíðavalbraut við VMA.
Árið 1996
- 16. des. - Rætt um drög að samkomulagi milli menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um framlag ríkis og bæjar til reksturs og uppbyggingar VMÍ.
- Október - Framkvæmdastjóri á vöru og tækjasýningu í Austurríki.
- Ág.-okt. - Gerðar tilraunir með að koma upp snjógerðarvél í Hlíðarfjalli. mistókst v. veðurs ofl.
- 24. júlí - Fundur flt. menntamálarðuneytisins og stjórnarmanna VMÍ um málefni VMÍ.
- 19. júlí - Veðurathugunarstöð flutt með þyrlu upp á Hlíðarfjall. Stöðin sett upp v. undirbúningsrannsókna fyrir byggingu svifbrautar upp á brún Hlíðarfjalls.
- 16. júní - Fundur form. og varaform. VMÍ ásamt framkv.stj. um framkvæmda og kostnaðaráætlun VMÍ til næstu 5 ára.
- 14. júní - Fundur stjórnarmanna VMÍ með forráðamönnum Skíðastaða og Skautafélags Akureyrar um áform þeirra í byggingarmálum.
- 4. mars - Stjórn VMÍ í skoðunarferð: Vetraríþróttamannvirki á Akureyri skoðuð.
- 9. febrúar - Ráðinn framkvæmdastjóri í hálft starf hjá VMÍ frá l. mars 96.
Árið 1995
- 2. október - Fyrsti stjórnarfundur VMÍ haldinn að Hótel KEA.
- 18. mars - Staðfest samstarf menntamálaráðuneytis, Akureyrarbæjar, Íþrótta og Olympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar um Vetraríþróttamiðstöð Íslands (VMÍ) sbr. reglugerð útg. þann sama dag.
- 6. janúar - Undirbúningsfundur um Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri, að Hótel KEA með menntamálaráðherra.